- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Skólaslit grunnskólans fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 7. júní s.l. Skólaslitin voru tvískipt að þessu sinni, fyrst fyrir 1. 7. bekk og svo útskriftarhátíð 10. bekkinga og skólaslit eldri nemenda. Kór skólans hóf dagskránna með því að syngja lagið Ég á líf undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttur, kórstjóra.
Skólaárið einkenndist af góðum árangri nemenda jafnt í námi sem og virðingu og vináttu. Fanney Dóróthe skólastjóri fór yfir skólaárið í ræðu sinni, hvað hefði áunnist og þann metnað og dugnað sem nemendur skólans sýndu í ár. Sú uppeldisstefna sem skólinn stendur fyrir, Uppeldi til ábyrgðar er talin eiga ríkan þátt í þeim árangri sem náðst hefur. Nemendur greina þarfir sínar og læra að bera virðingu fyrir þörfum annarra, þeir læra að vera besta útgáfan af sjálfum sér.
Fanney Dóróthe og Elín aðstoðarskólastjóri veittu svo nemendum viðurkenningar fyrir góðan árangur m.a. í lestri, íþróttum, verkgreinum, bóklegum greinum, námsástundun og fyrir háttvísi og prúðmennsku.
Við útskriftarhátíð 10. bekkinga töluðu þau Aldís Vala Hafsteinsdóttir og Garðar Ingi Guðmundsson fyrir hönd 10. bekkinga, Bylgja Baldursdóttir umsjónarkennari þeirra ávarpaði nemendur og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, nemandi í 10. bekk spilaði á trompet við athöfnina. Að lokinni athöfn var 10. bekkingum, foreldrum þeirra og starfsfólki skólans boðið til kaffisamsæti í boði foreldra 10. bekkinga.
Starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði:
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is