Skólahreysti

Grunnskólinn í Sandgerði er að fara að keppa í Skólahreysti miðvikudaginn 26. mars kl.19:00 í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Fjórir nemendur keppa fyrir hönd skólans. Þau eru Óðinn 10. bekk, Grímur 10. bekk, Karolina 10. bekk og Sigríður Ásta 9. bekk. Keppnislitur skólans er appelsínugulur, gott að reyna að mæta í appelsínugulum fötum.

Nemendum í 7. - 10. bekk býðst að koma með og vera í stuðningsmannaliðinu. Rúta fer frá skólanum kl. 17:30. Kostnaður í rútuna er 1000 krónur. Nemendur hittast í skólanum kl. 17:00, útbúa spjöld, gera hvatningaróp og mynda góða stemmingu. Áætluð heimkoma er kl. 22:00.