- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Við í Grunnskólanum í Sandgerði erum svo heppin að geta boðið upp á fjölbreytt valnámskeiða fyrir nemendur í 8. 10. bekk. Í myndlista valinu eru átta nemendur og því fá nemendur persónulegri þjónustu og aðstoð en tíðkast í stærri hópum. Í þessu vali er tilvalið að láta alla sköpunardrauma rætast, hvort sem það er að ganga aftur í barndóm og rifja upp leikskólaárin með því að puttamála. Eða læra litafræði svo vel að hún verður ljóslifandi fyrirbæri sem hægt er að nota á fleiri sviðum en þegar málning er til staðar eins og þegar við veljum liti á heimasíðurnar okkar nú eða samsetningu á fötum.
Í þessum hóp hafa nemendur heilmikið tækifæri til að móta hvað verður tekið fyrir, enda er stefnt að persónlegu ferðalagi um heim myndlistarinnar með áherslu á að vinna með hvort öðru og læra af ferðalögum samnemenda sinna. Við ætlum að hafa það frábært í vetur og vonandi náum við að smita allan heim okkar af sköpunargleðinni sem ríkir í þessu fagi.
HÉR má skoða nokkrar myndir úr síðasta tíma en þá vorum við einmitt að puttamála og rannsaka litafræði.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is