Fjöruferð

Þessir snillingar nýttu sér veður blíðuna í dag og skelltu sér í fjöruferð. Í 3. bekk erum við að læra um hafið og fjöruna þessa dagana og var það því vel við hæfi að skoða hvað leynist þar. Börnin skemmtu sér vel og skoðuðu gersemar fjörunar af mikilum áhuga. Sumir teiknuðu í sandinn og aðrir byggðu brýr og vatnsbrautir. Einn nemandi átti afmæli og bauð öllum upp á ís. Við fundum það einnig út hvað við erum heppin að eiga heima við hafið.

 

Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir af okkur.