- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
4. bekkur hefur brugðið sér af bæ í nokkrar ferðir síðastliðin mánuð. Við fórum eins og flestir bekkir á yngra stigi og kíktum á Jón og ærnar hans. Eins og undanfarin ár tók Jón vel á móti okkur og svaraði spurningum áhugasamra barna. Við kunnum Jóni góðar þakkir fyrir að taka á móti okkur.
Við brugðum okkur svo í bæjarferð nú á vordögum en í höfuðborginni fórum við í Þjóðminjasafnið og höfðum virkilega gaman af. Við röltum svo niður að tjörn þar sem við fundum flöskuskeyti, kíktum í Ráðhúsið, fengum okkur pulsu og kók á Bæjarins bestu og ís á Ingólfstorgi. Við nutum þess að skoða okkur um í borginni og viljum gjarnan þakka foreldrum okkar kærlega fyrir aðstoðina við að koma okkur fram og til baka.
Á vordögum fórum við einnig í hjólaferð - fengum okkur í þeirri ferð ís í Shell - Skálanum hjá Guðrúni og Eggerti, þau seldu okkur ís á kjarakaupum og kunnum við þeim þakkir fyrir. Úr Skálanum var haldið í fjöruna. Þar leikum við okkur um stund þar til hann Kapteinn Krabbi heilsaði upp á okkur. Hann við nokkuð blíður krabbi og leyfi okkur að skoða sig vel og vandlega. Við byggðum handa honum í þakklætisskyni djúpa tjörn í sandinn þar sem við vonum að hann geti átt heima.
Áhugasömum er bent á að smella HÉR til að skoða myndir af okkur í þessum ferðum og fleiru skemmtilegu sem við höfum gert í vetur.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is