- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 1. og 2. bekk skólans fengu skemmtilega heimsókn í dag. Ella umferðartröll kom í heimsókn ásamt Benna vini sínum og fleiri góðum persónum. Ella kunni ekki umferðarreglurnar og ákvað Benni að hjálpa henni svo hún kæmist heim til sín heilu og höldnu upp í Tröllafjall. Um leið og Benni kenndi henni umferðarreglurnar lærðu krakkarnir grunnreglur umferðarinnar eins og hvernig á að fara yfir götu, hvað þarf að passa þegar farið er út að hjóla og hvað það skiptir miklu máli að vera með bílbelti í bíl. Ella og krakkarnir voru greinilega með allar reglurnar á hreinu í lok sýningarinnar og var gaman að sjá hve vel krakkarnir skemmtu sér og tóku vel eftir.
Ella umferðartröll er þessa dagana að heimsækja alla yngstu nemendur landsins og fræða þá um hætturnar í umferðinni.
Smellið HÉR til að skoða fleiri myndir.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is