- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Þann 16. nóvember sl. var dagur íslenskrar tungu. Eins og hefð er fyrir þá héldum við daginn hátíðlegan í skólanum.
Nemendur og starfsfólk skólans mættu á sal og hlustuðu á smá hugvekju um daginn og Jónas Hallgrímsson en 16. nóvember var afmælisdagur hans.
Þá flutti Sesselja Ásta ljóð sem hún flutti í Stóru upplestrarkeppninni á síðasta skólaári og afhenti hún svo fulltrúa nemenda í 7. bekk púltið en það táknar upphaf undirbúnings keppninnar í ár. Einnig afhentu fulltrúar nemenda í 5.bekk fulltrúum nemenda í 4. bekk púltið en það táknar upphaf undirbúnings fyrir Litlu upplestrarkeppnina.
Dagskránni lauk svo með fjöldasöng sem skólakórinn leiddi undir stjórn Elsu Mörtu og Sigurbjargar Hjálmarsdóttur kórstjóra við undirspil frá Tónlistarskólanum.
Eftir dagskrá á sal fóru fulltrúar nemenda 8. bekkjar í heimsókn á leikskólann Sólborg þar sem þeir lásu sögu um vináttu fyrir börnin. Að því loknu heimsóttu þeir Miðhús og lásu þar ljóð fyrir eldri borgara.
Nemendurnir stóðu sig einstaklega vel og vöktu lukku á báðum stöðum.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is