- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur í 6. bekk hafa á undanförnum vikum verið að læra um lýðræðislega samfélagshætti. Í lok lotunnar unnu nemendur skemmtilegt verkefni í hópum þar sem þau máttu koma með hugmyndir að því sem þeim fannst vanta hér í bæinn. Hugmyndirnar voru: fótbolta skemmtigarður, 5 stjörnu hótel, útiskemmtigarður, verslunarmiðstöð, ævintýragarður og Target. Þú útbjuggu veggspjöld og kynntu hugmyndir sínar fyrir nemendum 5. bekkjar. Í framhaldinu var lýðræðisleg kosning. Niðurstöður sýndu að flestir nemendur 5. bekkjar vilja fá ævintýragarð í Suðurnesjabæ.
Á meðfylgjandi myndum má sjá kynningar nemenda og veggspjöld með hugmyndum.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is