- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Sævar Helgi Bragason rithöfundur eða stjörnu Sævar eins og hann er kallaður, kom í heimsókn til okkar í skólann í vikunni og kynnti efni nýjustu bókar sinnar Hamfarir fyrir nemendum í 1. – 7. bekk. Í bókinni Hamfarir er fróðleikur fyrir forvitna krakka um nokkra verstu atburði í sögu Jarðar. Hvernig dóu risaeðlurnar út? Hvernig varð tunglið til? Á Jörðinni hafa ótrúlegar hamfarir dunið yfir, svo sem árekstrar, risaeldgos og ofurísaldir sem breyttu gangi lífsins en leiddu á endanum til okkar. Gætu þeir gerst aftur?
Kynningin hjá Sævari var aðeins öðruvísi en gengur og gerist, hún var meira fræðslustund þar sem hann las smá upp úr bókinni og leyfði nemendum að handleika steina úr geimnum, t.d. frá tunglinu og Mars. Allt grjót segir nefnilega frekar magnaða sögu.
Nemendur höfðu gaman af kynningunni og voru mjög áhugasamir um steinana og efni bókarinnar.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is