- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Fjármálaleikar voru haldnir í þriðja sinn nú í ár. Alls tóku 550 nemendur í 30 grunnskólum víðsvegar á landinu þátt og svöruðu spurningum er snúa að góðu fjármálalæsi. Keppnin var æsispennandi og ekki ljóst fyrr en í blálokin hvaða þrír skólar væru efstir.
Keppnin kallar á samvinnu nemenda og að hver og einn svari vel og vandi sig því þegar upp er staðið er þetta keppni milli skóla þar sem meðalskorið gildir.
Árgangar 10. bekkjar í þremur efstu skólunum fengu peningaverðlaun og var Sandgerðisskóli í þriðja sæti. Í tilefni dagsins kom Kristín Lúðvíksdóttir verkefnastjóri Fjármálafræðslu og veitti nemendum bókargjöf, ásamt viðurkenningum.
Við óskum 10. bekk innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is