Fréttir úr skólastarfinu

Skólaslit 2016

Grunnskólanum í Sandgerði var slitið í 78 skiptið við hátíðlega athöfn 2. júní 2016. Athöfnin var tvískipt, annars vegar voru það skólaslit yngri nemenda sem fóru fram og hins vegar skólaslit eldri nemenda og útskrift [...]

Sumarfrí

Starfsfólk Grunnskólans í Sandgerði þakkar nemendum og fjölskyldum þeirra fyrir samstarfið á liðnu skólaári með ósk um ánægjulegt sumar. Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 22. júní og opnar aftur miðvikudaginn 3.ágúst. Skólasetning verður [...]

Skólaslit og útskrift

Fimmtudaginn 2.júní kl:14:00 Nemendur í 1.- 6.bekk mæta til skólaslita og taka á móti vitnisburði sínum fyrir veturinn. Foreldrar eru hjartanlega velkomnir. Fimmtudaginn 2.júní kl.17:00 Nemendur í 7.- 9.bekk mæta til skólaslita og taka á [...]

Sundmót Lions

Sundmót Lions fer fram föstudaginn 27. maí 2016. Nemendur mæta í skólann kl.08:15 og kennt verður samkvæmt stundatöflu eftir að móti lýkur. Keppt verður í 50m bringusundi í flokki stúlkna og drengja í hverjum árgangi [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Grunnskólanum í Sandgerði er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.