Fréttir úr skólastarfinu

Vetrarfrí

Mánudaginn 24.október og þriðjudaginn 25.október er vetrarfrí í skólanum. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26.október Hafið það sem allra best í fríinu.

Samstarf milli grunn- og leikskóla í Sandgerði er gott

Gott samstarfs hefur verið á milli skólastiganna í Sandgerði. Markmið samstarfsins er meðal annars að  stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga og gera börnin örugg fyrir áframhaldandi skólagöngu. Mikilvægt er að byggja kennslu [...]

Norræna skólahlaupið 2016

Föstudaginn 2. september mun sérstök opnun á Norræna skólahlaupið fara fram í Grunnskólanum í Sandgerði. Öllum nemendum stendur til boða að taka þátt. Á undanförnum 30 ár hafa nemendur skólans verið duglegir að taka þátt [...]

  • Sandgerðisdagar í Grunnskólanum í Sandgerði

Sandgerðisdagar í grunnskólanum

Síðasta vika var viðburðarík hjá okkur í grunnskólanum. Á miðvikudeginum fór fram setning Sandgerðisdaga fyrir elstu nemendur leikskólans og grunnskólanemendur. Elsti og yngsti og yngsti nemandi skólans drógu fána Sandgerðisdaga að húni ásamt Sigrúnu Árnadóttur, [...]

Uppeldi til ábyrgðar – Uppbygging sjálfsaga

Vöxtur
Virðing
Vilji
Vinátta

Myndskeið af YouTube síðu nemenda

Saga skólans

Skólinn hefur verið starfræktur á þessum stað allt frá árinu 1938.  En skólahald í Miðneshreppi má rekja mikið lengra aftur í tímann eða allt aftur til ársins 1884. Þá var kennt á tveimur stöðum, annars vegar á Nýlendu þar sem börn af suðurnesinu söfnuðust saman og hins vegar að Flankastöðum en þar var börnum sem áttu heima í Bæjarskershverfi og norðar, kennt….  Lesa meira.

Skólar bæjarfélagsins skulu vera í fremstu röð hvað varðar menntun starfsmanna, gæði náms og aðstöðu nemenda og starfsmanna.
  • andlegt og líkamlegt heilbrigði nemenda
  • metnað og árangur
  • jákvæðni, gleði og gagnkvæma virðingu
  • Fjölbreytt námsframboð
  • samvinnu, jafnrétti, lýðræði og ábyrgð
Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt, er nú í glæsilegu 2800 m2 skólahúsnæði auk rúmlega 1000 m2 íþróttamiðstöðvar.
Í Grunnskólanum í Sandgerði er unnið að innleiðingu Uppeldis til ábyrgðar. Uppeldi til ábyrgðar (e. restitution) miðar að því að ýta undir ábyrðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum.